Enski boltinn

Gylfi er ekki lengur mesti hlaupagikkur ensku úrvalsdeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki lengur mesti hlaupagikkur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili því metleikur Gylfa frá því í fyrstu umferð datt niður í annað sætið um helgina.

Gylfi hljóp 13,18 kílómetra í leik Swansea og Manchester United 16. ágúst og var því búinn sitja einn í efsta sætinu í ellefu umferðir.

Burnley maðurinn George Boyd tók toppsætið um helgina þegar hann hljóp 13,34 kílómetra í sigrinum á Stoke City.

Gylfi var líka í öðru sætinu fyrir leiki helgarinnar en hann hljóp í 13,04 kílómetra í leik á móti Burnley 23. ágúst.

George Boyd var einu sinni áður búinn að ógna Gylfa en Boyd hljóp 12,98 kílómetra í leik Burnley og Hull City í síðasta leik fyrir landsleikjahléið.

Southampton-maðurinn Morgan Schneiderlin er í 5. sætinu og í sjötta sæti er Daninn Christian Eriksen hjá Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×