Innlent

Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ í fjórða sinn

Atli Ísleifsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson, Ólafía B. Rafnsdóttir og Sigurður Bessason.
Gylfi Arnbjörnsson, Ólafía B. Rafnsdóttir og Sigurður Bessason. Mynd/ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson var í dag endurkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann hefur gegnt embættinu frá október 2008 og var því endurkjörinn í fjórða sinn á ársþingi ASÍ sem nú stendur yfir.

Í frétt á vef ASÍ segir að engin mótframboð hafi borist þegar forseta- og varaforsetakjör fóru fram og voru þeir því endurkjörnir með „dynjandi lófaklappi tæplega 300 þingfundar fulltrúa“.

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, verður 1. varaforseti ASÍ næstu tvö árin og Sigurður Bessason, formaður Eflingar, 2. varaforseti. Þau hafa gegnt embættunum frá 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×