Enski boltinn

Gylfi átti eitt af mörkum helgarinnar | Sjáðu markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði frábært mark fyrir Swansea City í ensku bikarkeppninni um helgina.

Leikurinn endaði þó illa fyrir okkar mann því Gylfi fékk rauða spjaldið í lok leiksins og Swansea liðið tapaði leiknum 3-1. Gylfi missir af næstu þremur leikjum vegna brotsins.

Mark Gylfa stendur þó eftir sem eitt af flottustu mörkum tímabilsins og að sjálfsögðu kom það til greina sem eitt af mörkum helgarinnar í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

Á síðu BBC var hægt að kjósa mark Gylfa sem besta mark helgarinnar en sex mörk komu til greina. Gylfi endaði þó bar í fjórða sæti í kosningunni. Mark Gylfi má sjá hér fyrir ofan.

Bestu mörk helgarinnar í ensku bikarkeppninni:

Gylfi Þór Sigurðsson fyrir Swansea á móti Blackburn

Jon Stead fyrir Bradford á móti Chelsea

Marouane Chamakh fyrir Crystal Palace á móti Southampton

Paul Gallagher fyrir Preston á móti Sheffield United

Tomas Rosicky fyrir Arsenal á móti Brighton

Carles Gil fyrir Aston Villa á móti Bournemouth




Fleiri fréttir

Sjá meira


×