Innlent

Gylfi aðstoðar Benedikt áfram

atli ísleifsson skrifar
Gylfi Ólafsson er giftur Tinnu Ólafsdóttur og saman eiga þau eina dóttur.
Gylfi Ólafsson er giftur Tinnu Ólafsdóttur og saman eiga þau eina dóttur. fjármálaráðuneytið
Gylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra.

Gylfi er 33 ára heilsuhagfræðingur og var oddviti Viðreisnar í alþingiskosningunum sem fram fóru í október, en náði ekki kjöri. Að kosningum loknum réð Benedikt Gylfa sem aðstoðarmann sinn, en samkvæmt reglum Alþingis geta formenn flokka ráðið sér aðstoðarmann. 

Gylfi lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari frá Háskólanum á Akureyri, M.Sc. í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og lagði stund á doktorsnám í heilsuhagfræði við Karolinska í Stokkhólmi frá 2013, að því er segir í frétt ráðuneytisins um ráðninguna

„Frá árinu 2013 hefur Gylfi verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi í heilsuhagfræði á Íslandi. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá 2014. Árin 2012-2016 var Gylfi ráðgjafi í heilsuhagfræði hjá Quantify Research í Stokkhólmi. Hann stofnaði og rak nýsköpunarfyrirtækið Vía í skordýraeldi í Bolungarvík frá 2013-2016. Gylfi var dagskrárgerðarmaður og fréttamaður hjá RÚV 2009-2013.“

Gylfi er giftur Tinnu Ólafsdóttur og saman eiga þau eina dóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×