Enski boltinn

Gylfi: Wilf gríðarlega mikilvægur fyrir Swansea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bony fagnar marki sínu gegn Manchester City í síðasta mánuði.
Bony fagnar marki sínu gegn Manchester City í síðasta mánuði. Vísir/Getty
Sóknarmaðurinn Wilfried Bony hefur farið mikinn með Swansea í ensku úrvalsdeildinni í vetur en hann er einn markahæsti leikmaður deildarinnar með átta mörk.

Bony hefur verið orðaður við önnur lið í deildinni, svo sem Manchester City sem hefur verið í meiðslavandræðum með sína framherja. Manuel Pellegrini, stjóri liðsins, sagði að félagið væri að kanna kosti sína en að það væri erfitt að kaupa leikmenn í janúar.

„Wilf er gríðarlega leikmaður fyrir okkur,“ sagði Gylfi Þór í samtali við enska fjölmiðla. „Hann skorar mikið af mörkum og er duglegur að ógna. Ef hann kemst í færi nýtir hann það í níu af hverju tíu skiptum.“

„Hann er afar sterkur, hreyfir sig vel og tímasetur hlaupin sín virkilega vel. Allir hjá Swansea vonast til að hann verði áfram og ég er viss um að félagið yrði afar ánægt með að halda honum í eitt tímabil í viðbót.“

Það gæti þó haft áhrif á áhuga City að Bony verður frá keppni í ensku úrvalsdeildinni á meðan Afríkukeppninni í knattspyrnu stendur frá 17. janúar til 8. febrúar. Bony leikur með landsliði Fílabeinsstrandarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×