Innlent

Gústaf Níelsson fékk ekki að mæta á fundinn

Jakob Bjarnar skrifar
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins voru gerðir afturreka með skipan Gústafs í mannréttindaráð.
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins voru gerðir afturreka með skipan Gústafs í mannréttindaráð.
Vart þarf að rifja upp lætin sem urðu þegar Framsóknarflokkurinn í borginni tilnefndi Gústaf Níelsson sem sinn varafulltrúa í mannréttindaráði. Sú tilnefning lagðist alla í margan manninn og fór svo að Framsóknarflokkurinn dró skipunina til baka.

Gústaf er engu að síður enn skráður sem varamaður í ráðinu, og er svo þar til ráðið hefur gengið frá því formlega að honum hafi verið skipt út. Ráðið fundaði í dag.  Vísir hafði samband við Gústaf í morgun og spurði hann hvort hann ætlaði að mæta? Gústaf hafði ekki hugleitt það sérstaklega en ákvað engu að síður að kanna hvort honum væri ekki frjálst að mæta, þá sem áheyrnarfulltrúi sem varamaður í ráðinu. Skrifstofustjóranum í Ráðhúsinu vafðist tunga um tönn, að sögn Gústafs, en kvað þá uppúr um það að honum væri það ekki heimilt. Gústaf segir, í samtali við Vísi, að hann ætli að kanna hvort það sé virkilega svo og ætlar hann að fá hljóðritun af samtali við téðan fulltrúa borgarinnar til að allt sé fyrirliggjandi.


Tengdar fréttir

Skipan Gústafs dregin til baka

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×