Fótbolti

Gunnleifur fékk boð til Frakklands en þurfti að afþakka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnleifur hefur spilað 26 landsleiki fyrir Ísland. Síðast í 1-0 sigurleik gegn Eistlandi sumarið 2014.
Gunnleifur hefur spilað 26 landsleiki fyrir Ísland. Síðast í 1-0 sigurleik gegn Eistlandi sumarið 2014. Vísir/Valli
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks sem verið hefur í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár, þurfti að afþakka boð frá Vífilfelli um að fara til Parísar á viðureign Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM.

Gunnleifur er einn þeirra sex leikmanna sem eru klárir sem aukamenn, varamenn fyrir varamenn ef svo má segja, en margir voru svekktir og ósáttir með að kappinn var ekki valinn í 23 manna EM-hópinn. Sjálfur tók hann þeirri ákvörðun þjálfaranna af mikilli auðmýkt þótt vonbrigðin hafi vafalítið verið mikil og sagðist styðja strákana af öllu hjarta.

Vífilfell bauð Gunnleifi og Hildi Einarsdóttur, eiginkonu Gunnleifs, á leikinn en skorað hafði verið á KSÍ að bjóða honum utan. 

„Ég þurfti að afþakka vegna leiks okkar Blika við ÍBV á sunnudag,“ segir Gunnleifur á Twitter en þakkar hlýhuginn í garð þeirra hjóna.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×