Fótbolti

Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Okkar menn fögnuðu eðlilega vel í kvöld.
Okkar menn fögnuðu eðlilega vel í kvöld. Vísir/Valli
„Það var frábært, það eru allir eðlilega í skýjunum,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, varamarkvörður íslenska landsliðsins, stuttu eftir leik.

„Við höfum þvílíka trú á okkur og það er magnað hvernig við settum þetta upp og gerðum þetta nákvæmlega eins. Við lögðum upp að svona myndum við vinna Holland í Amsterdam og við náðum því.“

Gunnleifur sagði að leikmenn gerðu sér grein fyrir að þeir væru aðeins stigi frá því að tryggja sætið á EM.

„Við ræddum það aðeins en við munum bara fagna eitthvað í kvöld og hefja svo undirbúninginn fyrir Kasakstan. Við þurfum að klára verkefnið með stæl á Laugardalsvelli og það er óhætt að segja að manni hlakki til.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×