Innlent

Gunnlaug Thorlacius kosin formaður Geðverndarfélags Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/aðsend
Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands fór fram 12. apríl síðastliðinn. Fyrir utan venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins þá urðu breytingar á stjórn, Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss var kosin formaður.

Áður hafði dr. Eydís K Sveinbjarnardóttir geðhjúkrunarfræðingur gegnt formennsku í félaginu í 5 ár.

Gunnlaug segir að verkefni nýrrar stjórnar verði að leggja enn meiri áherslu en fyrr á forvarnarstarf, sérstaklega með börnum geðsjúkra foreldra. Hún segir að félagið verði einnig að beita sér í búsetumálum geðfatlaðra en þau mál eru komin í hnút og framboð á húsnæði fyrir þennan hóp mjög takmarkað.

„Að lokum er mikilvægt að hefja samtal um skýra löggjöf þar sem réttur barna sem eiga foreldra sem glíma við alvarlega sjúkdóma er tryggður. Í nágrannalöndunum eru dæmi um að sett hafi verið í lög ákvæði um rétt barna til upplýsinga um veikindi foreldranna auk þess sem þeim er tryggð viðeigandi meðferð sem miðar að því að draga úr áhrifum veikinda foreldranna á andlega líðan þeirra. Við verðum að huga að slíkri löggjöf hér“ segir Gunnlaug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×