Lífið

Gunni og Felix opna ekki Neistaflug þetta árið

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Einhvernvegin svona hlýtur svipurinn á Felix að hafa verið þegar hann áttaði sig á því að flugvéllin var farin.
Einhvernvegin svona hlýtur svipurinn á Felix að hafa verið þegar hann áttaði sig á því að flugvéllin var farin. vísir/ernir
Það er ekki aðeins í Mýrarboltanum á Ísafirði sem dagskrá riðlast því í fyrsta skipti frá síðustu öld verða Gunni og Felix ekki á opnunarhátíð Neistaflugs á Neskaupsstað. Felix Bergsson greinir frá þessu í Facebook-færslu.

„Undirritaður er enn í Reykjavík og mun missa af opnunarhátíð Neistaflugs í kvöld. Ástæðan – ég missti af flugi!“ skrifar Felix en hann mætti á flugvöllinn klukkan fjögur til þess eins að uppgötva að vélin hafði lagt af stað hálftíma áður.

Oft hefur verið gantast með að Gunni og Felix séu æviráðnir á hátíðina en ekki verður af því að þeir opni hana í ár eins og til stóð. Felix missti af vélinni og hinn helmingur dúósins, Gunnar Helgason, er lasinn og ekki á austurleið.

„Ég er algjörlega miður mín og vona að ég geti bætt gestum Neistaflugs þetta upp með almennum skemmtilegheitum það sem eftir lifir helgar.“

uff... einhvern tímann er allt fyrst. Hér eru vatnaskil í 16 ára sögu Gunna og Felix á Neistaflugi í Neskaupstað...

Posted by Felix Bergsson on Friday, 31 July 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×