Fótbolti

Gunnhildur Yrsa færir sig um set í Noregi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur Yrsa hefur leikið 34 A-landsleiki og skorað fjögur mörk.
Gunnhildur Yrsa hefur leikið 34 A-landsleiki og skorað fjögur mörk. vísir/anton
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga.

Gunnhildur Yrsa kemur til Vålerenga frá Stabæk. Hún hefur leikið í Noregi frá 2012, fyrst með Arna Björnar, svo Grand Bödö, Stabæk og nú Vålerenga.

Gunnhildur Yrsa er uppalin hjá Stjörnunni og lék með Garðabæjarliðinu áður en hún hélt til Noregs. Gunnhildur Yrsa varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2011 og bikarmeistari ári seinna. Hún skoraði sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum gegn Val 2012.

Gunnhildur Yrsa lék 21 deildarleik með Stabæk á síðasta tímabili og skoraði sex mörk.

Gunnhildur Yrsa, sem er 28 ára, hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu á undanförnum árum. Hún hefur leikið 34 landsleiki og skorað fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×