Fótbolti

Gunnhildur Yrsa á skotskónum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði fyrir Stabæk sem vann 6-0 stórsigur á Medkila í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gunnhildur skoraði fjórða mark leiksina á 67. mínútu og spilaði allan leikinn.

Fyrr í dag tapaði Avaldsnes fyrir Trondheims-Örn á útivelli, 3-1. Hólmfríður Magnúsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Avaldsnes en Þórunn Helga Jónsdóttir var á bekknum.

Þá var Katrín Ásbjörnsdóttir í byrjunarliði Klepp sem vann Arna-Björnar á útivelli, 4-2. Þess má geta að María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara, var einnig í byrjunarliði Klepp en báðum var skipt af velli skömmu fyrir leikslok.

Klepp hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu til þessa en Stabæk fékk í kvöld sín fyrstu stig og er í sjötta sæti. Avaldsnes er einnig með þrjú stig.

Í Svíþjóð hafði Rosengård betur gegn Hammarby, 5-0. Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård og lagði upp eitt marka liðsins.

Allir fjórir Íslendingarnir í liði Kristianstad voru í byrjunarliðinu er liðið tapaði fyrir Linköping á útivelli, 1-0. Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Elísa Viðarsdóttir spiluðu allan leikinn en Ásgerður Stefanía Baldursdóttir var tekin af velli í hálfleik. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.

Rosengård er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Kristianstad með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×