Fótbolti

Gunnhildur skoraði | Avaldsnes steinlá í toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Avaldsnes steinlá í toppslagnum gegn Lilleström í norsku úrvarsdeild kvenna í knattspyrnu í dag, en lokatölur urðu 4-1 sigur Lilleström.

Lene Mykjåland kom Lilleström yfir á þriðju mínútu og á 24. mínútu var staðan orðin 2-0 með marki frá Anja Sønstevold.

Andreia Rosa De Andrade klóraði í bakkann fyrir Avaldsnes, en þær Sophie Roman Haug og Isabell Lehn Herlovsen gerðu út um leikinn í síðari hálfleik með sitt hvoru markinu og lokatölur 4-1.

Þórunn Helga Jónsdóttir spilaði fyrstu 68 mínúturnar, en Hólmfríður spilaði allan leikinn og krækti sér í gult spjald.

Avaldsnes er nú í öðru sætinu með 34 stig, stigi á eftir Lilleström sem á þó leik til góða.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var á skotskónum fyrir Stabæk sem vann 2-0 sigur á Medkila, en Stabæk er í þriðja sætinu með 29 stig.

Gunnhildur kom Stabæk yfir á 13. mínútu, en hún spilaði allan leikinn fyrir Stabæk.

Trine Rønning tvöfaldaði forystuna á 77. mínútu og lokatölur 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×