Innlent

Gunnari Braga brugðið og ætlar að laga fjárlagafrumvarpið

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 er eingöngu gert ráð fyrir 300 milljónum til að hefja framkvæmdir á Dýrafjarðargöngum.
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 er eingöngu gert ráð fyrir 300 milljónum til að hefja framkvæmdir á Dýrafjarðargöngum. Vísir
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 er eingöngu gert ráð fyrir 300 milljónum til að hefja framkvæmdir á Dýrafjarðargöngum sem nú eru í útboðsferli.

Í samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018 sem samþykkt var fyrr á árinu var hins vegar gert ráð fyrir því að á áárinu 2017 yrði 1,5 milljörðum varið í framkvæmdirnar. Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á Facebook síðu sinni.

Gunnar Bragi segist ekki kunna skýringu á þessum mismun en að hann muni beita sér fyrir því að þetta verði lagfært.

„Ég kann ekki skýringu á þessu en mun beita mér fyrir því að þetta verði lagfært hið fyrsta og tel fullvíst að þverpólitísk samstaða sé um það á þinginu,“ skrifar ráðherrann.

„Vestfirðingar hafa beðið alltof lengi eftir þessari gífurlega mikilvægu samgöngubót og hlakka ég til þess að verða vitni að fyrstu skóflustungunni strax á næsta ári!“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×