Sport

Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson og Conor McGregor eru góðir vinir.
Gunnar Nelson og Conor McGregor eru góðir vinir. vísir/getty
Gunnar Nelson var til viðtals í The Luke Thomas Show eins og Vísir skrifaði um í morgun en þar sagðist hann meðal annars spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Stephen Thompson.

Undir lok viðtalsins var Gunnar spurður út í æfingafélaga sinn og stórvin, Conor McGregor. Skærasta stjarna UFC er í fríi þessa dagana að bíða eftir sínu fyrsta barni en hann og Gunnar hafa margsinnis æft saman.

Þáttastjórnandinn Luke Thomas vildi endilega vita hversu þung höggin hjá Conor eru með vinstri höndinni sem eru hans helsta vopn. Þeir eru nokkrir sem hafa legið steinrotaðir í gólfinu eftir að smakka á einni vinstri frá írska vélbyssukjaftinum.

„Hann er með algjörlega ruglaðan kraft í vinstri höndinni,“ segir Gunnar sem æfir reglulega með Conor, sérstaklega í kringum bardaga þeirra tveggja.

„Hann er með ótrúlegan kraft en það sem er mikilvægara en hversu nákvæmur hann er með vinstri og tímasetningarnar á höggunum.“

„Hann getur slegið úr öllum stöðum, hvort sem hann er að bakka af mönnum eða ganga í þá. Hann býr til allskonar högg með vinstri sem er rosalegt vopn,“ segir Gunnar Nelson.

Hljóðbútinn má heyra hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Þessi Gunnar getur farið á toppinn

Gunnar Nelson sýndi UFC-heiminum á laugardagskvöldið að hann ætlar sér stóra hluti. Gunnar gekk frá Alan Jouban­ í O2-höllinni í London með hengingartaki eftir 47 sekúndur í 2. lotu. Gunnar var öryggið uppmálað alla vikuna og sýndi allar sínar bestu hliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×