SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 01:06

Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öđru sćtinu

SPORT

Gunnar upp um eitt sćti hjá UFC

 
Sport
15:15 21. JANÚAR 2016
Gunnar Nelson
Gunnar Nelson VÍSIR/GETTY

Gunnar Nelson færir sig upp um eitt sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt frá síðasta lista þrátt fyrir að hafa ekki barist síðan þá.

Hann deilir nú fjórtánda sætinu með Thiago Alves en hann var áður í fimmtánda sætið. Síðast tapaði Gunnar fyrir Demian Maia í bardaga þeirra í Las Vegas í desember.

Lítil breyting er á röðun efstu manna í pund-fyrir-pund listanum. Jon Jones er þar enn í efsta sæti en á eftir honum koma Demetrious Johnson og Conor McGregor.

TJ Dillashaw hrynur hins vegar um átta sæti, ur fjórða í það tólfta, eftir að hann tapaði fyrir Dominick Cruz í titilbardaga þeirra í bantamvigt. Cruz er nýr á listanum í níunda sæti. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvenær Gunnar muni berjast næst.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gunnar upp um eitt sćti hjá UFC
Fara efst