Sport

Gunnar trúir því enn að hann verði heimsmeistari

Gunnar Nelson er í viðtali við breska miðilinn Mirror þar sem hann fer yfir síðasta bardaga og horfir til framtíðar.

Gunnar tapaði síðasta bardaga sínum gegn Rick Story í Stokkhólmi en segist hafa lært mikið af þeim bardaga.

„Ég hefði viljað gera betur og vera slakari í hringnum. Mér fannst ég vera heftur sem er aldrei gott. Ég hefði viljað hreyfa mig betur og ég notaði ekki margt af því sem ég notaði áður í bardaganum. Ég held ég þurfi að byrja á þeim hlutum aftur," sagði Gunnar um bardagann gegn Story.

„Þetta tap sparkaði mér aðeins niður styrkleikalistann og ég veit ekki hvort ég fæ einhvern af topp tíu listanum næst. Ég væri samt til í það. Það eru margir góðir strákar í þessum þyngdarflokki og þeir eru að vinna hvorn annan. Ég verð sáttur við hvern þann sem ég fæ næst og geri það besta úr bardaganum."

Okkar maður hefur ekki gefið upp von um að verða UFC-meistari í framtíðinni.

„Ég trúi því. Þetta var skref í átt að titlinum og þetta verður leiðin sem ég þarf að fara. Leiðin er ekki alltaf greið. Reynslan sem fæst af því að tapa bardaga getur ýtt manni áfram og gert mann frábæran."

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×