SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 12:45

Bardagi Sunnu valinn bardagi kvöldsins

SPORT

Gunnar ţurfti ađ standa úti í kuldanum vegna brunaviđvörunnar á hótelinu

 
Sport
09:04 18. MARS 2017
Gunnari Nelson og öllum hinum var kalt í kćrkvöldi.
Gunnari Nelson og öllum hinum var kalt í kćrkvöldi. MYND/MJÖLNIR/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR
skrifar frá London

Gunnar Nelson, mótherji hans, Alan Jouban, og restin af bardagamönnunum sem berjast í kvöld á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London þurftu að fara út af Hilton-hóteli sínu seint í gærkvöldi.

Brunaviðvörun fór í gang en í Facebook-færslu segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis: „Kviknað í hótelinu okkar. Ekki besta kvöldið til þess að standa úti.“

Sjá einnig: Gunnar Nelson: Svona er þetta ferðalag

MMAFréttir greina frá því að þetta gerðist um ellefuleytið í gærkvöldi og þurftu bardagakapparnir, þjálfarar þeirra, vinir, aðstoðarmenn og allir sem gista á hótelinu að standa fyrir utan það í eina klukkustund.

Alan Jouban, mótherji Gunnars, setti inn myndband á Instagram-síðu sína þar sem hann talar um að reykjarlykt hafi fundist og þess vegna voru allir sendir út á götu á meðan athugað var hvað var í gangi. Hættan reyndist vera engin og voru allir komnir aftur upp á herbergi um miðnætti.

Gunnar hefur því vonandi fengið góðan svefn því í kvöld er komið að endurkomunni í búrið eftir tíu mánaða fjarveru þegar hann berst við Alan Jouban. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsending klukkan 21.00.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Night before the fights and our entire hotel just got evacuated!@ufc LONDON

A post shared by Alan Jouban (@alanjouban) on

Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gunnar ţurfti ađ standa úti í kuldanum vegna brunaviđvörunnar á hótelinu
Fara efst