Innlent

Gunnar Smári kominn aftur á fjölmiðlamarkað

Jakob Bjarnar skrifar
Fyrst Gunnar Smári gat ekki sagt á hvaða miðli hann væri, þá vildi Jónas ekkert við hann tala.
Fyrst Gunnar Smári gat ekki sagt á hvaða miðli hann væri, þá vildi Jónas ekkert við hann tala.
Gunnar Smári Egilsson, sem hefur verið talsvert í deiglunni vegna stofnunar Sósíalistaflokks Íslands, sem og rekstrarörðugleikum Fréttatímans hvar hann var eigandi og ritstjóri, upplýsir með óbeinum hætti og að því er virðist óvart á Facebook; að hann sé kominn til starfa á fjölmiðli. Hvaða fjölmiðill það er og hvers kyns liggur hins vegar ekki fyrir því það er trúnaðarmál, enn sem komið er.

Þetta má lesa út úr nýlegri Facebookfærslu Gunnars Smára, en þar leitar hann til annarra blaðamanna og/eða þeirra sem til þekkja og vill fá fram svar við þeirri spurningu hvenær síðast var kosið í stjórn Sjómannafélags Íslands og hvenær standi til að kjósa næst? Lögum samkvæmt ber að gera það á fjögurra ára fresti.

Gunnar Smári hafði falast eftir þessum upplýsingum hjá sambandinu og náði að endingu tali af formanninum sem er Jónas Garðarsson.

„Hann neitaði að svara mér. Sagðist vilja vita fyrir hvaða miðil ég væri að vinna úr því ég væri blaðamaður. Ég sagði það trúnaðarmál, sem það er. Og lengra komst ég ekki með málið,“ skrifar Gunnar Smári sem auglýsir eftir svari við spurningunni hvenær síðast var kosið í stjórn félagsins og hvenær verður næst kosið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×