Sport

Gunnar og Tumenov náðu báðir vigt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar var 77 kíló
Gunnar var 77 kíló Vísir/Getty
Fremsti bardagakappi þjóðarinnar Gunnar Nelson berst í fyrsta sinn á árinu 2016 á sunnudagskvöldið en hann stígur þá inn í búrið í Ahoy-höllinni í Rotterdam og berst við Rússann Tumenov.

Gunnar þarf að svara fyrir sig eftir slæmt tap gegn Brasilíumanninum Demian Maia í Las Vegas í desember á síðasta ári.

Hinn 24 ára gamli Tumenov er rísandi stjarna í UFC-heiminum. Eftir að vinna þrettán bardaga og tapa aðeins einum heima í Rússlandi fékk hann samning hjá UFC en tapaði fyrsta bardaganum innan sambandsins. Síðan þá hefur hann verið á miklum skriði og unnið fimm bardaga í röð, þar af þrjá með rothöggi.

Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 18:00.

Uppfært klukkan 16:20: Báðir stigu þeir á vigtina í dag og voru þeir slétt 77 kíló. Uppselt var á vigtunina í dag og rosaleg stemning þegar Gunni kom upp á svið. 

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×