Sport

Gunnar og Torfi í heiðurshöll ÍSÍ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá ársþinginu.
Frá ársþinginu. vísir/ísí
72. íþróttaþing ÍSÍ var sett í Gullhömrum í Reykjavík í gær, en Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti meðal annars ávarp ásamt fleiri góðum.

Fjórir heiðurfélagar ÍSÍ voru kynntir, en nýji heiðursfélagarnir eru Benedikt Geirsson, Jens Kristmannsson, Margrét Bjarnadóttir og Reynir Ragnarsson.

Í fréttatilkynningu fra sambandinu kemur fram að þau hafi öll starfað frá unga aldri í íþróttahreyfingunni og framlag þeirra til íþrótta í landinu verður seint metið til fulls.

Einnig voru fjórir sæmdir heiðurkrossi Ísí. Það voru þau Albert H. N. Valdimarsson, Camilla Th. Hallgrímsson, Dóra Gunnarsdóttir og Elsa Jónsdóttir.

Í dag voru tveir kynntir inn í heiðurshöllina, en það voru þeir Gunnar Huesby og Torfi Bryngeirsson. Gunnar var frjálsíþróttamaður, en hann sérhæfði sig í kastgreinum. Torfi var einnig frjálsíþróttamaður, en hann var í hópi bestu stangastökkvara Evrópu um miðja 20. öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×