Gunnar og Jouban nß­u bß­ir vigt

 
Sport
09:45 17. MARS 2017
Gunnar Nelson ß aldrei Ý vandrŠ­um me­ a­ nß vigt.
Gunnar Nelson ß aldrei Ý vandrŠ­um me­ a­ nß vigt. V═SIR/GETTY
skrifar frß London

Allt er orðið klárt fyrir bardaga Gunnars Nelson og Bandaríkjamannsins Alans Joubans á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London annað kvöld. Báðir kapparnir náðu vigt í morgun.

Gunnar var slétt 170 pund eða 77 kíló þegar hann steig á vigtina í morgun en þetta staðfestir Haraldur Nelson, faðir hans og umboðsmaður, við Vísi. Jouban var einnig í réttri þyngd og því ekkert eftir hjá þeim tveimur annað en að berjast.

Áður fyrr fór formleg vigtun fram seinni partinn á föstudögum en nú fer hún fram á föstudagsmorgnum. Óformleg vigtun verður svo seinna í dag þar sem verður mikil sýning í O2-höllinni. Hún verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Allir bardagakapparnir átta sem berjast á aðalhluta bardagakvöldins á morgun náðu vigt en vigtunin tók mjög skamman tíma.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Gunnar og Jouban nß­u bß­ir vigt
Fara efst