Sport

Gunnar Nelson var til rannsóknar í Háskólanum í Reykjavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson í Háskólanum í Reykjavík í dag.
Gunnar Nelson í Háskólanum í Reykjavík í dag. Mynd/Fésbókarsíða Íþróttafræði HR
Bardagakappinn Gunnar Nelson heimsótti Háskólann í Reykjavík í dag og gekk þar undir margskonar mælingar.

Rannsóknastofan í íþróttafræðinni í HR er vel tækjum búin og Gunnar nýtti sér það í dag.

Gunnar Nelson hefur unnið tvo UFC-bardaga sína sannfærandi á móti þeim Albert Tumenov og Alan Jouban í bæði skiptin fékk okkar maður verðlaun fyrir bestu frammistöðu kvöldsins.

Nú styttist óðum í næsta bardaga Gunnars sem verður á móti Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow 16. júlí næstkomandi.

Gunnar er því á fullu að undirbúa sig sem best fyrir þann bardaga og því var upplagt að mæla kappann í dag.

Á fésbókarsíðu Íþróttafræði HR má sjá myndir af Gunnari þar sem er verið að fylgjast með öllum viðbrögðum líkama hans.

Það er hægt að sjá þessar myndir hér fyrir neðan.









MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×