Sport

Gunnar Nelson valinn bardagamaður marsmánaðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Vísir/Getty
Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Omari Akhmedov í UFC-bardaga í London í síðasta mánuði eins og fór væntanlega ekki framhjá neinum Íslendingi en það voru fleiri hrifnir af frammistöðu okkar manns en við Íslendingar.

Lesendur MMA vefsins YourMMA.tv kusu Gunnar Nelson bæði besta alþjóðlega bardagaíþróttamann marsmánaðar á Bretlandi og Írlandi sem og að hann átti að þeirra mati besta uppgjafartak mánaðarins.

„Aðdáendur blandaðra bardagaíþrótta elska Gunnar Nelson af mörgum ástæðum. Þar á meðal er hin hljóðlega og blíða framkoma, hrífandi persónuleiki og svo auðvitað hinir fáránlegu hæfileikar hans. Hann sýndi allt þetta í sigrinum á Omari Akhmedov þar sem hann vann sannfærandi sigur," segir í umfjölluninni um okkar mann.

„Hann sýndi allt í þessum bardaga, höggin, tökin, yfirvegun og hæfileika til að klára bardagann," segir ennfremur í umfjölluninni um verðlaunin en Gunnar kláraði bardagann strax í fyrstu lotu og tók sér bara 4:36 mínútur í það.

Það er hægt að sjá yfirlit yfir kosningu marsmánaðar með því að smella hér.

Vísir/Getty
MMA

Tengdar fréttir

Segir bardagalistir vera eins og myndlist

Auður Ómarsdóttir opnar sýningu í Kunstschlager í kvöld. Hana dreymir um leiklistarferil og stundar MMA af kappi ásamt Gunnari Nelson, kærasta sínum.

Bolur Gunnars sendur víða um heim

Bolurinn sem Gunnar Nelson klæddist er hann gekk í búrið fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov hefur verið sendur víða um heim. Gunnar er orðið þekkt nafn í UFC og á aðdáendur víða.

Pistill: Gunnar Nelson er frábær fyrirmynd

Eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov hafa sprottið upp ýmsir sérfræðingar sem hafa kallað MMA íþróttina ofbeldi. Auk þess var Gunnar sagður slæm fyrirmynd og hafa margir lýst vanþóknun sinni á íþróttinni á samfélagsmiðlum.

Gunnar Nelson vill fá að berjast við öflugan Kanadamann

Gunnar Nelson ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að næsta andstæðingi hans í hringnum ef marka má nýjustu fréttir. Þjálfari hans John Kavanagh var í viðtali í UFC-þætti í Bandaríkjunum þar sem hann sagði að Gunnar vildi berjast næst við hinn öfluga Rory MacDonald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×