Sport

Gunnar Nelson og Pétur Marinó lýsa bardaganum í nótt

Conor McGregor í vigtuninni í gær.
Conor McGregor í vigtuninni í gær. Vísir/Getty
Í nótt mætast þeir Conor McGregor og Dennis Siver í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Boston. UFC bardagamaðurinn Gunnar Nelson mun lýsa bardaganum ásamt Pétri Marinó í nótt.

Þeir Gunnar Nelson og Conor McGregor hafa æft saman um langt skeið – bæði á Írlandi og í Mjölni á Íslandi. Gunnar ætti því að geta veitt góða innsýn í bardaga McGregor.

Takist McGregor að sigra í kvöld mun hann mæta fjaðurvigtarmeistaranum Jose Aldo. Aldo verður viðstaddur bardagann í kvöld og mun eflaust fylgjast spenntur með.

Bein útsending frá aðalhluta bardagakvöldsins hefst kl 3 á Stöð 2 Sport. Fjórir bardagar verða sýndir og eins og áður segir munu þeir Gunnar og Pétur sjá um að lýsa bardögunum. Bardagarnir fjórir eru eftirfarandi:

Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dennis Siver

Léttvigt: Donald Cerrone gegn Benson Henderson

Millivigt: Uriah Hall gegn Ron Stallings

Léttvigt: Gleison Tibau gegn Norman Parke

MMA

Tengdar fréttir

Annar bardagi Donald Cerrone á aðeins 15 dögum

Í kvöld mætast þeir Donald Cerrone og Benson Henderson í þriðja sinn. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Boston en þetta verður annar bardagi Cerrone á aðeins 15 dögum.

Á Siver möguleika gegn McGregor?

Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×