Gunnar Nelson nálgast toppinn á „hengingarlistanum“

 
Sport
09:30 20. MARS 2017
Gunnar Nelson međ Jouban í gólfinu.
Gunnar Nelson međ Jouban í gólfinu. MYND/MJÖLNIR/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR

Gunnar Nelson slökkti ljósin hjá Alan Jouban í byrjun annarrar lotu í UFC í London um helgina og varð um leið sá fyrsti til að vinna Bandaríkjamanninn Alan Jouban á hengingartaki.

Gunnar komst líka með þess einu skrefi nær toppnum á hengingarlistanum í veltivigt UFC. Hæfileikar íslenska víkingsins í gólfinu eru á góðri leið með að setja met í UFC-heiminum.  Menn á MMA Junkie fóru yfir þesa tölfræði hjá íslenska bardagamanninum.

Gunnar Nelson hefur unnið sjö sigra á UFC-ferlinum sínum þar af sex þeirra á hengingartaki. Hann kláraði bardagann á laugardaginn með hengingartaki sem kallast fallöxin.

Þetta skilar honum upp í annað sæti á listanum yfir þá sem hafa klárað flesta bardaga í veltivigt UFC á hengingartaki. Nú er það aðeins Chris Lytle (sex) sem hefur klárað fleiri bardaga með slíku taki.

Gunnar hefur unnið sex UFC-bardaga á hengingartaki frá árinu 2012 og er þar í efsta sæti með Charles Oliveira.

Gunnar Nelson er ekki mikið fyrir að vinna á stigum því okkar maður hefur klárað 15 af 16 MMA-bardögum sínum áður en síðasta lotan klárast.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gunnar Nelson nálgast toppinn á „hengingarlistanum“
Fara efst