Sport

Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson er til í slaginn við Stephen Thompson.
Gunnar Nelson er til í slaginn við Stephen Thompson. vísir/getty
Eftir að hafa lagt Alan Jouban í búrinu í O2-höllinni í London fyrir rúmri viku síðan kallaði John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, eftir því að hann myndi næst berjast við Undradrenginn sjálfan, Stephen Thompson.

Sjá einnig:Undradrengurinn lyfjaður á Instagram

Það yrði langstærsti bardagi Gunnars á ferlinum en hinn 34 ára gamli Thompson er í fyrsta sæti styrkleikalistans á eftir meistaranum Tyrone Woodley. Hann er búinn að tapa tveimur bardögum í röð fyrir meistaranum og þarf að velja næsta bardaga vel.

Kavanagh vill að þessir tveir karatamenn veltivigtarinnar í UFC skeri úr um hvor er karaterstrákurinn. Báðir hafa bakgrunn úr karate og nokkuð áhugaverðan bardagastíl.

„Þetta yrði spennandi bardagi og líklega bardagi sem fólk væri til í að sjá, tvo karatamenn takast á,“ segir Gunnar í viðtali í The Luke Thomas Show.

„Við höfum báðir bakgrunn úr karate en samt nokkuð ólíkan stíl. Það er allavega mín skoðun miðað við það sem ég hef séð af honum og vitandi hvernig minn stíll er. Við erum mjög ólíkir. Ég væri mjög spenntur fyrir þessum bardaga,“ segir Gunnar Nelson.

Gunnar er búinn að vinna tvo bardaga í röð í UFC en stóð í stað á styrkleikalistanum þar sem hann er áfram í níunda sæti. Það yrði stórt stökk að fá núna efsta manninn á styrkleikalistanum en það væri vissulega safarík viðureign.

MMA

Tengdar fréttir

Undradrengurinn lyfjaður á Instagram

Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×