Viðskipti innlent

Gunnar Karl nýr framkvæmdastjóri Mílu

Samúel Karl Ólason skrifar
Gunnar Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri Mílu.
Gunnar Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri Mílu.

Ný stjórn var kjörin á hluthafafundi Mílu, dótturfélags Skipta, í gær. Stjórnina skipa Óskar Jósefsson, Helgi Magnússon, Orri Hauksson, Sigríður Dís Guðjónsdóttir og Sigríður Hrólfsdóttir. Óskar Jósefsson er formaður stjórnar. Úr stjórn gengu Gunnar Karl Guðmundsson og Guðrún Blöndal.

Gunnar Karl Guðmundsson hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Mílu. Hann tekur við starfinu af Páli Á. Jónssyni sem lætur af störfum að eigin ósk. Gunnar Karl hefur verið stjórnarformaður frá því á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

„Það er mikill fengur fyrir Mílu að hafa fengið Gunnar Karl til liðs við okkur og við hlökkum til samstarfsins við hann. Framundan eru spennandi verkefni við þróun á stefnu fyrirtækisins til framtíðar,“ segir Óskar Jósefsson, stjórnarformaður Mílu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×