Íslenski boltinn

Gunnar Jarl bað Atla Viðar afsökunar á að hafa sagt honum að grjóthalda kjafti | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Jarl Jónsson, einn besti dómari Pepsi-deildarinnar í fótbolta, hringdi í Atla Viðar Björnsson, framherja FH, og bað hann afsökunar á að segja honum að grjóthalda kjafti.

Atvikið átti sér stað í leik Víkings og FH í 21. umferð deildarinnar á sunnudaginn, en þar höfðu Víkingar 1-0 sigur á Íslandsmeisturunum.

Undir lok leiksins var Atli Viðar ósáttur við eina ákvörðun Gunnars Jarls og las honum pistilinn. Þegar hann var búinn fór framherjinn aftur að dómaranum og hélt áfram að hella úr skálum reiði sinnar.

Þá gafst Gunnar Jarl upp og sagði Atla Viðari að „grjóthalda kjafti.“ Atvikið var tekið fyrir í Pepsi-mörkunum þar sem menn voru ekki sáttir við Gunnar Jarl sem segist í viðtali við fótbolti.net hafa áttað sig á því að hann fór yfir strikið.

„Þetta var óheppilegt og leiðinlegt. Þetta er ekki eitthvað sem maður er vanur að gera en ég missti stjórn á mér í augnablik,“ segir Gunnar Jarl í samtali við Fótbolti.net.

„„Maður fór yfir ákveðið strik. Ég er búinn að hringja í Atla Viðar og biðja hann afsökunar. Hann tók því eins og fagmanni sæmir og gerði ekki mikið úr þessu, hann sagði að þetta hafi verið ólíkt mér,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Óli Kristjáns svaraði Pepsi-mörkunum á Twitter

Í Pepsi-mörkunum í kvöld var rætt um þau ummæli Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Randers, um að enginn leikmaður í Pepsi-deildinni gæti styrkt lið hans í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×