Sport

Gunnar hengdi Cummings í annarri lotu

Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar
Gunnar Nelson vann Zak Cummings í UFC bardaga þeirra í Dublin á Írlandi í kvöld. Nelson hengdi Cummings undir lok annarrar lotu.

Hér að ofan má sjá myndband af bardaganum með íslenskri lýsingu þeirra Tómasar Þórs Þórðarsonar og SveinsKjarvals.

Bardaginn fór rólega af stað og voru Gunnar og Cummings að þreifa hvor á öðrum. Leikskipulag Cummings var að koma Gunnari á óvart og forðast það að fara í gólfið.

Cummings tókst þetta vel upp þar til Gunnar náði að þreyta honum nógu mikið til að rífa hann niður í gólfið og þegar þangað var komið var aldrei spurning hvernig bardaginn færi.

Gunnar Nelson sýndi gríðarlegan styrk í þessum bardaga. Cummings er mun stærri en Gunnar hélt allan tímann ró sinni og gerði það sem hann gerir best. Hann þreytti andstæðinginn og þegar hann fékk tækifæri til, kom hann honum í gólfið og þar er ekki hægt að verjast Gunnari.

Frábær sigur hjá Gunnari og spurning hvort sterkustu keppendur heims geti forðast hann úr þessu. Las Vegas býður, handan við hornið.

Hér að neðan má sjá myndir úr bardaganum og beina lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar úr O2-Höllinni í Dyflinni.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
Lýsing á bardögum kvöldsins:20.59: Henry Birgir þakkar fyrir sig frá Dublin. Þetta var meiriháttar.

20.58: U2 með útgöngulagið. Hvað annað.

20.56: Conor hrósar Gunnari og öðrum félögum sínum. Þetta var geggjað hjá honum.

20.55: Hann ætlar að fá sér whiskey hérna rétt á eftir. Því er fagnað.

20.52: Brandao gengur bugaður í klefann.

20.51: Brandao klappar fyrir honum. Heiðursmaður.

20.49: Þetta tók fljótt af. Þvílíkir yfirburðir hjá Conor. Aldrei spurning.

20.46: Conor opnar á hringsparki. Hér verður ekkert dútl.

20.45: Svakaleg stemning í kynningunni og salurinn syngur ole, ole, ole.

20.42: Conor tekur léttar leikfimiæfingar í hringnum. Betri í MMA.

20.41: Biggie smalls á fónínum fyrir Notorious frá Dublin. Nú verður tekið á því.

20.38: Ljósin slökkt og allt fer á hvolf. Hetjan í Dublin á leiðinni inn.

20.37: Brandao skokkar um hringinn. Teknóið spilað hátt fyrir hann til að losna við baulið. Sniðugt.

20.37: Brandau kom hoppandi reiður í vigtunina. Virtist vera tilbúin að lemja alla í Dublin. Hvað nú?

20.36: Hann kemur inn með dúndrandi teknó. Menn frá Brasilíu eiga að spila þungarokk. Það vita allir.

20.35: Nú byrjar baulið enda Brassinn að fara að koma inn.

20.35: Fólkið hérna á ekki til orð yfir Conor. Kjaftfor heimamaður. Stórskemmtilegur.

20.34: Allir þrír strákarnir hans John Kavanagh búnir að vinna. Conor getur lokað slemmunni. Kavanagh labbaði fram hjá áðan. Lyfti fyrst þrem puttum upp og svo einum. Þrír komnir, einn eftir.

20.32: Jæja, þá er komið að lokabardaganum. Myndband á skjánum. Búið að rífa mikinn kjaft. Nú þarf að standa við stóru orðin.

20.27: Þá er komið að látunum. Heimamaðurinn kokhrausti Conor McGregor gegn Brassanum Diego Brandau. Þakið fer af húsinu eftir smá. Ég lofa ykkur því.

20.26: Nú getur maður loksins andað léttar en það tók að horfa á þetta. Gæti þurft að óska eftir handklæði til að þurrka svitann.

20.25: Stillt upp í myndatökur og frábær stemning. Þetta var geðveikt.

20.25: Á engan uppáhalds keppinaut næst en vil keppa við mann í topp tíu segir Gunnar.

20.24: Bestu áhorfendur ever segir Gunni og ekki minnkuðu vinsældirnar við það.

20.23: Heyrist ekki í viðtalinu við Gunna fyrir fagnaðarlátum.

20.22: Gunnari fagnað gríðarlega. Enn einn sigurinn hjá honum. Um leið og hann komst í gólfið þá var þetta aldrei spurning.

20.22: Gunni gerði ekki mikið fram að þessu. Var eins og gömul diesel-vél. Lengi í gang en rauk heldur betur af stað.

20.20: Gunni tekur hann í gegn á gólfinu og hann klárar hann. Hvað annað. Þvílíkur maður Gunnar Nelson

20.20: Gunni nær honum niður og allt verður vitlaust.

20.17: Let´s go Nelson syngur fólkið. Koma þá, Gunni. Keyra þetta í gang.

20.17: Cummings virkaði hræddur í upphafi en sækir nú í sig veðrið. Gunni fullrólegur í tíðinni.

20.16: Jöfn fyrsta lota. Sjáum hvað gerist næst.

20.15: Cummings grimmur í restina og nær að þjarma að Gunna. Ekki besta lota Gunna. Hann kemur til baka í næstu.

20.13: Miklar þreifingar og varkárar sóknir

20.12: Þetta fer rólega af stað.

20.11: Fólkið syngur GUNNI GUNNI

20.11: Gunni á salinn. Það er ekki flóknara en það.

20.10: Spennan í salnum er rafmögnuð.

20.07: Hjálmar á fóninum. Það bara eitt. Gunnar Nelson dömur mínar og herrar.

20.06: Gunni alltaf jafn pollrólegur og gengur að vanda inn við Hjálma. Gæsahúð allan daginn.

20.05: Cummings gengur inn við lagið Kick it in the Sticks með Brantley Gilbert.

20.02: Verð að viðurkenna að ég er farinn að svitna nokkuð hressilega og maginn er í hnút af spennu.

20.02: Konan fyrir framan mig er að mæla hávaðann í húsinu. Menn búast við hávaðameti hérna í lokabardaganum.

20.01: Þetta er að bresta á. Salurinn hitaður upp með myndum af Conor.

20.01: Gunna er spáð öruggum sigri. Sjálfur vill hann klára bardagann snemma. Stimpla sig enn frekar inn og fá að keppa við topp tíu gaur næst en þangað fer hann væntanlega sjálfur með sigri. Hann er númer 13 á styrkleikalistanum í dag.

20.00: Það er orðið vel heitt í húsinu en orkan er rosaleg. Þessi stemning er engu lík og það besta er eftir.

19.59: Strákarnir í húsinu nýta allar pásur á milli bardaga til þess að taka mynd af sér með UFC-skvísunum. Þær eru líklega búnar að láta mynda sig svona milljón sinnum í kvöld.

19.58: Sex risaskjáir í húsinu. Verið að sýna myndbönd. Fólkið hér er mætt til að sjá Gunna og sá fær stuðning hérna á eftir.

19.56: Jæja, þá er þessum leiðindum lokið og þá er KOMIÐ AÐ ÞESSU !!!! Gunni er á leiðinni úí búrið. Maður er farinn að svitna hraustlega hérna rétt frá búrinu. ÞVÍLÍK SPENNA !!!



19.55: 30-27, 30-27 og 29-28 fyrir Uncle Creepy eða McCall


19.54: Ok, þetta voru hundleiðinlegar 15 mínútur. Dómaraúrskurður. Hvorugur á í raun skilið að vinna.

19.53: Röðin á klósettið áðan var löng. Hún hefur lengst aftur núna enda nennir fólk ekki þessum bardaga og menn hlaupa á klóið og fylla á lagerinn fyrir Nelson.

19.51: Þeir halda áfram að klappa hvor öðrum. Eru í raun eins og hvolpar í búrinu.

19.48: Þessi bardagi engan veginn að standa undir væntingum. Áhorfendur taka bylgju. Það er venjulega gert þegar leikur er leiðinlegur og ekkert að gerast. Svona er þetta. Maður veit aldrei hvað gerist í íþróttum. Ein lota til að rífa þetta upp.



19.46: Uncle Creepy stendur undir nafni. Öflugt spark beint í fjölskyldudjásnin á Pickett.

19.44: Pickett fékk tækifæri til að komast upp og nýtti það um leið. Þeir eru sterkari uppi en í gólfinu.

19.42: Uncle Creepy kemur Pickett niður og er ofan á. Nú gæti eitthvað gerst.

19:41: Fyrsta lotan búin. Uncle Creepy þekkir langa bardaga. Níu af 17 bardögum hans hefur þurft að útkljá með úrskurði dómara.

19:40: Mjög taktískur bardagi. Báðir meðvitaðir um mikilvægi bardagans. Sigurvegarinn á mikla möguleika í framhaldinu.

19.38: Þeir eru mjög kvikir og vilja berjast á fótunum. Boxa mikið og sparka.

19.37: Hné í það allra heilagasta. Menn ætla að gera allt til að sigra.

19.35: Pickett lítur á þennan bardaga sem leið að titilbardaga.

19.32: Pickett er vinsælli meðal áhorfanda en Uncle Creepy kætir engu að síður.

19.30: McCall gengur inn við lagið This Means War með Avenged Sevenfold. Hann er klár í stríð.

19:25: Þeir voru alveg bilaðir við vigtunina og þetta gæti orðið skemmtilegasti bardagi kvöldsins.

19.24: Næst er það Bretinn Brad Pickett gegn Bandaríkjamanninum Ian McCall. Sá kallar sig Uncle Creepy. Þetta er bardagi í fluguvigt.

19.22: Jákvæða fyrir Japanann er að hann getur farið að leggja sig.

19.20: Hann hafði Japanann undir. Lamdi hann eins og harðfisk þar til bardaginn var stöðvaður. Þvílíkir yfirburðir. Parkes fagnaði með því að hoppa úr búrinu og upp í stúku. Magnað.



19.19: Parkes heldur áfram að lumbra á Japananum áhugalausa í annarri lotu. Sá vildi komast í gólfið. Parkes fór þangað með honum og hélt áfram að taka hann í gegn.


19.18: Norður-Írinn er ósigraður í síðustu 11 bardögum sínum. Stefnir allt í þann tólfta.

19.16: Áhorfendur styðja vel við bakið á Parkes sem kemur frá Norður-Írlandi.

19.15: Japaninn var hvorki að nenna blaðamannafundinum né vigtuninni. Hann virðist varla nenna að keppa heldur. Bretinn lemur hann fast undir lokin. Loksins smá líf.

19.14: Þessi fyrsti bardagi fer rólega af stað. Upphitunarbardagarnir sex voru allir hressari en þessi.

19.12: Kotani tapaði báðum bardögum sínum 2007 en hefur unnið sig upp aftur í heimalandinu þar sem hann hefur unnið alla 13 bardaga sína síðan þá.

19.10: Þetta er farið af stað!

19.09: Norman Parke kemur inn undir tónlist David Guetta. Það kemur engum á óvart.

19.07: Þetta er fyrsti UFC bardagi Kotani í sjö ár. Hann er mjög spenntur fyrir því að koma aftur í hringinn.

19:06: Sá japanski kemur inn í salinn undir tónlist Rammstein. Kemur skemmtilega á óvart.

19.05: Þá er farið að styttast í fyrsta bardaga kvöldsins. Norman Parke gegn Naoyuki Kotani. Bardagi Gunnars er þriðji bardagi kvöldsins.

19.00: Það var sýnt frá því á risaskjáunum í höllinni þegar Kavanagh var að vefja Gunna. Höllin fagnaði vel. Gunni er heimamaður hérna. Stemningin hefur verið engu lík og Kanarnir tala um að Írland sé að taka Bandaríkin í nefið í stemningu. Aðalbardagarnir eru ekki einu sinni byrjaðir. Hvernig verður þetta á eftir?

19.00: Upphitunarbardögunum er nú lokið. Þeir komu hressilega á óvart. Næstum allir algjörlega magnaðir. Frábær skemmtun og áhorfendur eru orðnir sjóðheitir í stúkunni.

19.00: Tveir af strákunum hans Kavanagh búnir að vinna og spurning hvað Gunni og McGregor gera á eftir.

19.00: Þjálfari Gunnars, John Kavanagh, er með fjóra stráka hér í kvöld og sá fyrsti kláraði sinn bardaga með stæl í fyrstu lotu. Seinni gaurinn kom til baka á ævintýralegan hátt og endaði með því að svæfa andstæðing sinn. Sá þurfti aðstoð inn í búningsherbergi. Stemningin þá var algerlega geðveik.

19.00: Það eru alls tíu bardagar á dagskránni í dag en aðeins fjórir sýndir í sjónvarpinu. Það er ekki alvanalegt að margir séu endanlega mættir strax en það var allt annað upp á teningnum hér í O2 Arena í kvöld. Hér var nánast fullt hús fyrir fyrsta bardaga enda Íri í fyrsta bardaga. Með öðrum orðum var strax allt brjálað í húsinu.

19.00: Velkomin til leiks hér á Vísi. Nú er allt að verða klárt fyrir bardagann stóra.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar gríðarlega vinsæll í Írlandi

Gunnar Nelson er gríðarlega vinsæll í Dublin þar sem bardagakvöld UFC fer fram á laugaradaginn. Búast má við að aðdáendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars þegar hann berst gegn Zak Cummings.

UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn

Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Gunnar: Má ekki vanvirða andstæðinginn

Gunnar Nelson var í viðtali hjá Valtýri Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi bardagann á laugardaginn gegn Zak Cummings.

Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband

Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00.

Bakvið tjöldin fyrir síðasta bardaga Gunnars

Gunnar Nelson berst sinn fjórða UFC bardaga á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Vísir mun fylgja Gunnari vel eftir í aðdraganda bardagans líkt og síðast.

Gunnar með sérhannaðan góm á laugardaginn

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, birti í dag mynd af gómnum sem Gunnar Nelson mun nota í bardagnum á laugardaginn en gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×