Handbolti

Gunnar framlengir við Íslandsmeistarana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, Gunnar Magnússon og Páll Ólafsson.
Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, Gunnar Magnússon og Páll Ólafsson. mynd/haukar
Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2020.

Gunnar tók við Haukum sumarið 2015 og gerði liðið að deildar- og Íslandsmeisturum á síðasta tímabili. Auk þess eru Haukar handhafar deildarbikarsins og unnu Meistarakeppni HSÍ fyrir skömmu.

Samhliða því að þjálfa meistaraflokk karla hjá Haukum mun Gunnar starfa við Afreksskóla Hauka þar sem hann kemur að þjálfun framtíðarleikmanna félagsins.

Gunnar, sem er 39 ára, þjálfaði áður Víking, HK og ÍBV, auk þess sem hann starfaði um tíma við þjálfun í Noregi. Þá var hann lengi í þjálfarateymi íslenska landsliðsins.

Haukar hafa farið illa af stað í Olís-deildinni í vetur og tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum. Næsti leikur Íslandsmeistaranna er gegn Fram á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×