Sport

Gunnar fagnar strangara lyfjaeftirliti í UFC

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Vísir/Getty
Bardagasamtökin UFC í Bandaríkjunum hafa kynnt að lyfjaeftirlit með bardagaköppum verði hert og viðurlögin sömuleiðis.

Fjölmargir þekktir bardagakappar í UFC-heiminum hafa gerst uppvísir að ólöglegri lyfjanotkun, þeirra á meðal Anderson Silva, Nick Diaz og Hector Lombard.

Nýju lögin taka gildi 1. júlí í sumar og mun ná til allra þeirra 585 bardagamanna sem eru á samningi hjá UFC. Hægt verður að framkvæma handahófskennd lyfjapróf hvenær sem er og mun UFC beita sér fyrir því að þeir sem falla verði dæmdir í lengra keppnisbann en þekkist í dag.

Það er í höndum íþróttayfirvalda í hverju fylki fyrir sig í Bandaríkjunum að dæma bardagamenn sem falla á lyfjaprófi í viðkomandi fylki. UFC mun þó einnig vera í samstarfi með eftirlitsaðilum sem starfa á heimsvísu.

„Miðað við þann fjölda mála sem hafa komið upp vildum við bregðast við fyrr en síðar,“ sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC, sem tilkynnti þetta á blaðamannafundi ásamt forsetanum Dana White. „Það var mikilvægt fyrir trúverðugleika íþróttarinnar.“

Gunnar Nelson, sem keppir í veltivigt, er á samningi hjá UFC og fagnaði breytingunum á Twitter-síðu sinni í dag.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×