Innlent

Gunnar Bragi ræddi varnarmál í Pentagon

Bjarki Ármannsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fund í Pentagon með Robert S. Work, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Gunnar Bragi flutti jafnframt erindi um málefni norðurslóða og hagsmuni Íslands í hugveitunni Center for Strategic and International Studies.

Að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu ræddu ráðherrarnir þróun varnar- og öryggismála í Norður-Evrópu, meðal annars með tilliti til umsvifa og aðgerða Rússlands. Lýsti Work vilja til þess að skoða möguleika til frekara samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnar- og öryggismála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×