Innlent

Gunnar Bragi og Illugi sátu fastir í Staðarskála

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA/Vilhelm
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er einn þeirra fjölmörgu sem sátu fastir í Staðarskála í gær. Auk hans var Illugi Gunnarsson einnig fastur þar og þurfti hann að gista á Hvammstanga. Alls þurftu hátt í 400 manns að gista norðan heiða í nótt.

Heiðin var opnuð í morgun og umferðinni hleypt af stað aftur. Illugi segir á Facebook síðu sinni að gærdagurinn hafi verið letilegur, en hann var þar í um átta tíma.

Gunnar Bragi sat í Staðarskála í nokkrar klukkustundir en hann sagði mikið fjör vera þar.

Rauði Krossinn kom upp móttöku fyrir ferðamenn á Bifröst. Þar gisti fólk sem beið eftir því að komast yfir heiðina og þeir sem voru fluttir af heiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×