Innlent

Gunnar Bragi kjörinn varaformaður Miðflokksins

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Gunnar Bragi hefur setið á þingi frá árinu 2009 og gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Gunnar Bragi hefur setið á þingi frá árinu 2009 og gegndi embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Vísir/Sigurjón
Gunnar Bragi Sveinsson hefur verið kjörinn varaformaður Miðflokksins með 64% greiddra atkvæða. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sóttist einnig eftir embættinu. Landsþing Miðflokksins fer fram nú yfir helgina í Hörpu.

Gunnar Bragi hefur setið á þingi frá árinu 2009. Frá árinu 2009 til ársins 2017 sat Gunnar Bragi fyrir Framsóknarflokkinn en frá alþingiskosningum árið 2017 hefur hann setið fyrir hönd Miðflokksins.

Gunnar Bragi var utanríkisráðherra Íslands á árunum 2013 til 2016 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2016-2017.

Einnig var kosið um embætti 2. varaformanns og eru þar þrjú í framboði, þau Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður, Jonas Henning fjárfestir og Sólveig Bjarney Daníelsdóttir aðstoðardeildarstjóri á LSH.

Anna Kolbrún varð þar hlutskörpust og hlaut 52% atkvæða.

Anna Kolbrún hefur setið á þingi fyrir Miðflokkinn frá árinu 2017. Hún var formaður aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti kynjanna 2013–2016, í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×