Sport

Gunnar berst við tölvuleikjamenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Bardagakappinn Gunnar Nelson mun taka tíu glímur í röð þegar hann mætir nokkrum starfsmönnum tölvuleikjaframleiðandans CCP og gestum þeirra.

Fram kemur á heimasíðu CCP að starfsmennirnir hafi undanfarin ár lagst í strangan undirbúning, bæði líkamlegan og andlegan, fyrir bardagann.

Tilefnið er Eve Fanfest-hátíðin sem fer fram í byrjum næsta mánaðar en sérstöku MMA-búri verður komið fyrir í Hörpu þar sem hátíðin fer fram.

„Við tökum þessu af fullri alvöru og ætlum að vinna hann,“ sagði Ragnar „CCP Loki“ Eðvaldsson í viðtali sem birtist á heimasíðu CCP. „Okkar menn hafa æft stíft í Mjölni síðustu mánuði með það sem markmið.“

Gunnar er rísandi stjarna í heimi MMA-íþróttanna og þegar vakið mikla athygli í UFC-bardagadeildinni. Hann er enn ósigraður á ferlinum með tólf sigra og eitt jafntefli.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×