Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu

 
Sport
22:30 18. MARS 2017
Gunnar Nelson fagnar eftir sigurinn í kvöld.
Gunnar Nelson fagnar eftir sigurinn í kvöld. VÍSIR/GETTY
skrifar frá London

Gunnar Nelson átti ekki í neinum vandræðum með að ganga frá Alan Jouban í bardaga þeirra í O2-höllinni í London í kvöld en Gunnar bauð upp á magnaða frammstöðu.

Gunnar var miklu betri í fyrstu lotu og valdi höggin sín vel. Hann kom Jouban í gólfið í Bandaríkjamaðurinn varðist vel og lifði af fyrstu fimm mínúturnar. Hann lifði þó ekki lengi í annarri lotu.

Íslenski bardagakappinn landaði góðu höggi sem vankaði Jouban og kom honum í gólfið. Eftirleikurinn var auðveldur en Gunnar kláraði bardagann á fyrstu mínútunni í annarri lotu með hengingartaki sem kallast guillotine eða fallöxin. Virkilega vel gert.Gunnar er nú búinn að vinna tvo bardaga í röð eftir sigur á Albert Tumenov í maí í fyrra og þykir nokkuð ljóst að hann ætti að fá nokkuð stóran bardaga aðeins síðar á árinu.

Öll O2-höllin var á bandi Gunnars sem klappaði og stappaði og tók meira að segja Víkingaklappið þrisvar sinnum í miðjum bardaganum.

Viðtalið við Gunnar er væntanlegt hér á Vísi.


Gunnar međ Jouban í gólfinu í kvöld.
Gunnar međ Jouban í gólfinu í kvöld. VÍSIR/GETTY


Verkiđ afgreitt.
Verkiđ afgreitt. VÍSIR/GETTY


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu
Fara efst