Sport

Gunnar æfði í Speglasalnum og mætti Story | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson æfir höggin með þjálfara sínum John Kavanagh í Stokkhólmi í gærkvöldi.
Gunnar Nelson æfir höggin með þjálfara sínum John Kavanagh í Stokkhólmi í gærkvöldi. vísir/getty
Gunnar Nelson tók þátt í opinni æfingu í gærkvöldi fyrir UFC-bardagakvöldið í Stokkhólmi sem fram fer á laugardaginn, en það er fastur liður í undirbúningi fyrir slíka viðburði.

Eftir annasaman fjölmiðladag þar sem slegist var um viðtöl við Gunnar mætti hann aftur um kvöldið og tók létta æfingu ásamt þjálfara sínum John Kavanagh.

Nokkrir aðdáendur Gunnars og hinna kappanna fengu að mæta í gærkvöldi og fylgjast með æfingunni í Speglasalnum á Grand Hotel, virkilega glæsilegu hóteli í miðborg Stokkhólms.

Þarna voru allir frá UFC-sambandinu mættir sem staddir eru í Stokkhólmi; GarryCook, framkvæmdastjóri UFC í Evrópu, lýsandinn JohnGooden, sérfræðingurinn og fyrrverandi bardagakappinn DanHardy og auðvitað allar skilta-skvísurnar.

Eftir æfinguna mættust Gunnar og Rick Story í fyrsta skipti og stilltu sér upp fyrir myndavélarnar. Þeir höfðu hægt um sig enda Gunnar ekki vanur að vera með mikla stæla í slíkum myndatökum.

Hér að neðan má sjá flottar myndir frá æfinguni.

Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
MMA

Tengdar fréttir

Dreymir ekki um Vegas

Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina.

Story: Ætla að láta reyna á þol Gunnars

Bandaríkjamaðurinn Rick Story er fullviss um að hann muni gera Gunnari Nelson lífið leitt er þeir mætast í búrinu í Stokkhólmi á laugardag.

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story

Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×