Gunnar: Veltivigtin alltaf veri­ best og ■a­ er geggja­ a­ vera Ý henni

 
Sport
14:00 17. MARS 2017
skrifar frß London

Gunnar Nelson náði vigt í morgun fyrir bardaga sinn á móti Alan Jouban á UFC-bardagakvöldinu í London sem fram fer annað kvöld. Gunnar var slétt 170 pund eða 77 kíló og fór létt með að ná vigt eins og alltaf.

Gunnar og faðir hans, Haraldur Dean Nelson, eru miklir andstæðingar óhóflegs niðurskurðar sem sumir bardagakappar stunda. Haraldur lét heldur betur í sér heyra þegar að Rússinn Rússans Khabib Nurmagomedov þurfti að fara á sjúkrahús vegna niðurskurðar síns á dögunum.

„Það hafa menn verið að hoppa upp úr veltivigtinni [þyngdarflokkur Gunnars, innsk. blm.] því þeir eru of þungir en svo hafa menn verið að koma inn í veltivigtina úr léttvigtinni. Ég er ánægður með það því ég er ekki aðdáandi þessa svakalega niðurskurðar hjá mönnum. Mér finnst hann vera út í hött,“ segir Gunnar við Vísi.

Gunnar þarf að vera 170 pund til að berjast í veltivigtinni sem hefur lengi verið gríðarlega sterkur flokkur innan UFC en þar hafa nokkrir af bestu bardagaköppum sögunnar barist í gegnum tíðina. Gunnar berst í veltivigtinni með stolti.

„Veltivigtin hefur alltaf verið stærsta og sterkasta vigtin í UFC og hefur verið það síðan að ég byrjaði að fylgjast með. Hún hefur alltaf verið best og það er geggjað að vera í henni,“ segir Gunnar Nelson.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Gunnar: Veltivigtin alltaf veri­ best og ■a­ er geggja­ a­ vera Ý henni
Fara efst