Sport

Gunnar: Maður beið eftir að þakið myndi fljúga af

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gunnar Nelson kýlir Zak Cummings.
Gunnar Nelson kýlir Zak Cummings.
Valtýr Björn Valtýsson mætti á Partývaktina á Bylgjunni í kvöld ásamt Brynjari Hafsteinsyni frá MMA-Fréttum og lýsti sigri Gunnars Nelson á Zak Cummings í UFC í kvöld og hringdi í kappann sem var að vonum kátur.

„Ég hugsa að þetta sé í fyrsta skipti sem UFC er lýst í útvarpi,“ sagði Gunnar þegar Valtýr sagði honum að hann hafi lýst bardaganum á Bylgjunni.

„Ég er mjög glaður. Þetta var frábært kvöld hjá okkur. Þjálfarinn okkar fékk fjóra sigra. Allir kláruðu bardagan sinn.

„Ég hef aldrei upplifað eins mikla orku í áhorfendum. Þeir öskruðu allir. Hver einasti maður þarna inni. Maður beið eftir þakið myndi fljúga af,“ sagði Gunnar um ótrúlega stemninguna í O2 höllinni í Dublin í kvöld.

„Fljótlega fann ég að það var fínt að fá tilfinninguna fyrir honum og síðan í annarri lotu jók ég hraðann og reyna meira og stríða honum.

„Stundum tekur þetta lengri tími og þetta er mismunandi eftir einstaklingum. Hvernig er best að nálgast þá,“ sagði Gunnar en hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að ofan.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×