Sport

Gunnar: Kim er öflugur og verðugur andstæðingur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar þjarmar hér að Albert Tumenov í síðasta bardaga sínum.
Gunnar þjarmar hér að Albert Tumenov í síðasta bardaga sínum. vísir/getty
Verðugt verkefni bíður Gunnars Nelson í nóvember er hann berst við Kóreubúann öfluga, Dong Hyun Kim.

„Ég hef fylgst með Kim lengi. Hann er mjög öflugur og verðugur andstæðingur,“ segir Gunnar Nelson en Vísir staðfesti áðan að hann mun berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast.

Bardagi þeirra verður aðalbardagi kvöldsins. Sem sagt fimm lotu bardagi í stað þriggja.

Sjá einnig: Bardagi Gunnars verður aðalbardaginn í Belfast

„Það er ekki spurning að það mun hjálpa mér núna að hafa gengið í gegnum þetta áður. Vita hvernig það er að fara í gegnum fimm lotur,“ segir Gunnar en hvað læra menn af fimm lotu bardaga.

„Þrautseigja. Sérstaklega þegar það er erfiður bardagi eins og síðast. Maður verður að læra að stýra orkunni rétt og velja höggin og árasirnar réttar. Þetta er mikið spurning um þol.“

Undirbúningur Gunnars fyrir bardagann er þegar hafinn. Gunnar segir að hann verði svipaður og fyrir síðasta bardaga enda virkaði það vel.

Nánar verður rætt við Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í Fréttablaðinu á morgun.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×