Sport

Gunnar: Conor gengur frá honum snemma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Íslandsvinurinn og vélbyssukjafturinn Conor McGregor verður á Stöð 2 Sport í nótt í bardaga í Las Vegas.

Þá mætir McGregor Bandaríkjamanninum Dustin Poirier. Margir af andstæðingum McGregor vona að Poirier þaggi niður í Íranum málglaða.

McGregor er vinur og æfingafélagi Gunnars Nelson en báðir eru þeir með sama þjálfara, John Kavanagh. McGregor hefur æft með Gunnar hér heima í Mjölni og eyddu þeir til að mynda mánuði í æfingabúðum á Íslandi fyrir bardaga þeirra á Írlandi í júlí.

Íþróttadeild fékk Gunnar til þess að spá í spilin fyrir bardaga kvöldsins og má sjá viðtalið við Gunnar hér að ofan.

Bardagakvöldið á Stöð 2 Sport hefst klukkan 2 í nótt.

MMA

Tengdar fréttir

UFC 178: Conor McGregor berst í kvöld

Einn umtalaðasti bardagamaður UFC í dag, Íslandsvinurinn Conor McGregor, mætir Dustin Poirier í rosalegum bardaga á UFC 178 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×