Fótbolti

Gummi sagði Drinkwater-brandara og Rikki G sprakk úr hlátri | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Níu leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Farið var yfir alla leikina í Meistaradeildarmessunni en þar naut Guðmundur Benediktsson aðstoðar bræðranna Bjarna og Jóhannesar Karls Guðjónssona.

Í eitt skiptið þegar skipt var yfir á leik Club Brugge og Leicester City átti Danny Drinkwater skot sem markvörður Belganna, Ludovic Butelle, varði í horn.

Gummi Ben notaði tækifærið og fékk sér vatnssopa þegar hann sagði nafn Drinkwaters.

Strákunum í setti var skemmt en það fannst engum þetta jafn fyndið og Ríkharð Óskar Guðnasyni sem sá um að lýsa því sem fyrir augu bar í leikjunum.

Rikki átti erfitt með sig og gat varla lýst tveimur atvikum vegna hláturskasts.

Þessa skemmtilegu uppákomu má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Fullkomin frumraun Leicester

Stuðningsmenn Leicester hefði ekki getað beðið um betri byrjun í fyrsta leik liðsins í Meistaradeild Evrópu.

Ranieri: Vorum með stjórn á leiknum

Claudio Ranieri var að vonum himinlifandi með 0-3 sigur Leicester City á Club Brugge í fyrsta leik Englandsmeistaranna í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Monaco skellti Tottenham á Wembley

Tottenham fer illa af stað í Meistaradeild Evrópu en liðið beið lægri hlut, 1-2, fyrir Monaco í E-riðli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×