Lífið

Gummi Ben og Hjörvar rifust í beinni og frægur knattspyrnumaður kallaður túrtappinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gummi vildi meina að Hjörvar væri eitthvað illa fyrir kallaður.
Gummi vildi meina að Hjörvar væri eitthvað illa fyrir kallaður.
Knattspyrnuspekingarnir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson voru á sínum stað á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem farið var yfir síðustu umferð enska boltans í þættinum Messan.

Gummi Ben og Hjörvar hafa verið með þáttinn saman í mörg ár og oftast er nokkuð hlýtt á milli þeirra. Í gær var aftur á móti annað uppi á teningnum og rifust í beinni útsendingu. Þeir voru ekki sammála nánast allan þáttinn og létu skotin rigna á hvorn annan.

Annað nokkuð spaugilegt atvik átti sér stað í þættinum í gær en þá sagði Hjörvar frá brandara sem hann hafði heyrt í London á dögunum. Þá kom í ljós að Daniel Sturridge er kallaður túrtappinn á Englandi. Ástæðan mun vera að leikmaðurinn er mikið meiddur og hljómar brandarinn svona á ensku; „In for a week, out for a month“.

Hér að neðan má sjá þessi atriði í Messunni í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×