Enski boltinn

Gummi Ben: Það er ekki verið að hugsa um Pogba þarna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba átti ekki góðan leik þegar Manchester United og Liverpool mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að handleika boltann klaufalega og var í heildina slakasti maður vallarins.

Dagurinn á Old Trafford snerist um Pogba og var búið að setja emoji á Twitter með andliti hans, en það var auglýst á skiltum um allan völlinn.

„Það virtist fara mikill undirbúningur hjá Pogba í það að gera sig tilbúinn í þetta sem við sjáum á auglýsingaskiltunum í kringum völlinn,“ sagði Bjarni Guðjónsson um þetta allt saman.

„Það fór mikill fókus í þetta og hárið þar sem hann var með vörumerkið sitt rakað á kollinn á sér. Svo er hann bara í tómu rugli hér [í vítinu]. Hann heldur að hann sé að fara að skalla boltann. Hann var ekki einbeittur gegnum allan leikinn,“ sagði Bjarni.

Guðmundur Benediktsson hélt mikla eldræðu um Pogba og en beindi reiði sinni meira að þeim sem standa á bakvið hann eins og markaðsfólki og fleirum. „Fyrir mér eru þeir ekki að hugsa um leikmanninn þarna. Þeir eru ekki að gera honum neinn greiða,“ sagði Guðmundur.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Liverpool á toppnum í einkadeild toppliðanna

Liverpool náði ekki að vinna Manchester United á Old Trafford í gær þrátt fyrir að vera yfir í 57 mínútur en hélt áfram sínu striki að tapa ekki á móti bestu liðum e ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×