Menning

Gullsmiðir sýna í Hönnunarsafni

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Gripirnir á sýningunni eru unnir af fjörutíu gullsmiðum á ýmsum aldri.
Gripirnir á sýningunni eru unnir af fjörutíu gullsmiðum á ýmsum aldri.
Prýði er sýning á smíðisgripum meðlima í Félagi íslenskra gullsmiða sem opnuð verður í Hönnunarsafni Íslands í dag.

Félag íslenskra gullsmiða heldur upp á níutíu ára afmæli sitt á þessu ári og er sýningin Prýði unnin í samstarfi félagsins og Hönnunarsafnsins af því tilefni. Á sýningunni eru gripir eftir fjörutíu gullsmiði sem voru gefnar frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni.

Gullsmiðirnir eru á ólíkum aldri, þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og byggt upp atvinnurekstur og tekið til sín lærlinga, svo og yngra fólk sem sýnir við hlið meistara sinna og hefur á síðustu árum skapað sér nafn og sérstöðu með þátttöku í fjölda sýninga og rekstri vinnustofa eða verslana. Nýútskrifaðir gullsmiðir eru einnig meðal sýnenda og þátttaka þeirra er mikilvægur hluti þess sem sýningunni er ætlað að gera, að varpa ljósi á þá breidd sem ríkir í íslenskri gullsmíði í dag.

Sýningarnefndin var skipuð þeim Eddu Bergsteinsdóttur, Höllu Bogadóttur, Hörpu Þórsdóttur og Sif Ægisdóttur. Hönnun sýningarinnar var í höndum Helgu Sifjar Guðmundsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×