Innlent

Gullna reglan að taka tillit hver til annars

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
„Áfengi og akstur eiga ekki saman og þarf fólk að vera búið að jafna sig eftir áfengisneyslu daginn eftir. Eins ef menn finna til þreytu þá er einfaldasta ráðið að fara út í kant og leggja sig. Þreyta getur verið svo stór orsakavaldur, sérstaklega eftir svona hátíðir,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglu.

Verslunarmannahelgin er ein mesta ferðahelgi landsins og í hönd fer ein stærsta umferðarhelgi ársins. Því miður eru bílslys algeng á þessum tíma árs, en aukin umferð, þreyta og vímuefnagjafar eru oftar en ekki helstu orsakir bílslysa. Það sem af er ári hafa þrír látist í umferðarslysum, sem er þó töluvert minna en áður hefur verið. Á síðasta ári létust fimmtán manns í fjórtán slysum, þar af fjórir í ágústmánuði. 

„En gullna reglan er að taka tillit til allra sem eru í umferðinni. Það er gríðarlega mikið af ferðavögnum, það eru stórir bílar, litlir bílar, mótorhjól og reiðhjól. Þannig að bara taka tillit til hvors annars og vera samtaka í því að allir komist heim,“ segir Árni að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×