Lífið

Gulli byggir: Heilu blokkirnar og hótel sett saman úr smærri einingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gulli Byggir skellti sér til Svíþjóðar á dögunum.
Gulli Byggir skellti sér til Svíþjóðar á dögunum.
Sérþáttur um einingahús og litlar íbúðir í fjölbýli var á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldi en þar kynnti Gulli Byggir sér byggingu einingahúsa í Svíþjóð og hér á landi.

Í Svíþjóð heimsótti Gulli verksmiðjur sem sérhæfa sig i byggingu lítilla fjölbýla sem eru fullkláraðar í verksmiðjunni og síðan raðað saman á byggingarstað. Gulli velti síðan upp spurningunni um hverjar séu áætlanir sveitarfélaga á landinu þegar kemur að smáhýsum og litlum íbúðum í fjölbýlum.

Í Svíþjóð eru einingarnar byggðar inni í vöruskemmum og síðan er þeim raðað upp. Áður en maður veit af er komin upp stór blokk með fullt af íbúðum. Fyrirtækið sem Gulli heimsótti í Svíþjóð var einnig að reisa 150 herbergja hótel í Stokkhólmi með sömu aðferðafræði.

Gulli skoðaði framleiðsluferlið vel og má sjá brot úr þættinum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×