Viðskipti innlent

Guðrún sett skrifstofustjóri

Sæunn Gísladóttir skrifar
Guðrún hóf störf á skattaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins árið 2011.
Guðrún hóf störf á skattaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins árið 2011. Vísir/Fjármálaráðuneytið
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett Guðrúnu Þorleifsdóttur til að gegna embætti skrifstofustjóra skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar. Þetta kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins.

Guðrún útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998 og öðlaðist árið 2000 réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Hún starfaði sem lögfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og síðar iðnaðarráðuneytinu frá 2005 til 2011. Þar áður starfaði hún hjá ríkisskattstjóra og var deildarstjóri virðisaukaskattsdeildar 2002 til 2004 og deildarstjóri lögfræðideildar frá 2004 til 2005.

Guðrún hóf störf á skattaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins árið 2011 og hefur verið staðgengill skrifstofustjóra.  Jafnframt hefur hún gegnt formennsku í stjórn tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

Guðrún hefur í störfum sínum í Stjórnarráðinu sinnt formennsku í fjölmörgun nefndum og starfshópum á sviði atvinnumála og skattamála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×