Golf

Guðrún og Egill leiða eftir átján holur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún er í stuði á heimavellinum.
Guðrún er í stuði á heimavellinum. vísir/gsí
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG eru með forystuna á KPMG-Hvaleyrabikarnum en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni.

Leikið er, eins og nafnið gefur til að kynna, á Hvaleyrinni en leiknar eru 52 holur. Margir af okkar bestu kylfingum eru með á mótinu þar á meðal þrír atvinnukylfingar.

Guðrún Brá spilaði afar vel á heimavelli og er á einu höggi yfir pari. Berglind Björnsdóttir er tveimur höggum á eftir henni í öðru sætinu og Helga Kristín Einarsdóttir er í því þriðja á fimm yfir pari.

Í karlaflokki er það Egill Ragnar Gunnarsson sem leiðir á þremur undir pari. Einu höggi á eftir honum koma svo heimamennirnir Henning Darri Þórðarson og Rúnar Arnórsson.

Hringur númer tvö verður leikinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×